Formaður viðskiptanefndar Alþingis, Lilja Mósesdóttir, sendi efnahags- og viðskiptaráðherra, Gylfa Magnússyni, bréf á föstudaginn þar sem hún bað hann að skýra betur eignarhald nýju bankanna.
Segir m.a. í bréfi hennar: „Þessi eltingaleikur við að ná fram upplýsingum um eignarhald nýju bankanna er orðinn fáránlegur.“
Í svari ráðherra segir að það liggi fyrir að kröfuhafar gömlu bankanna séu í raun eigendur þeirra.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.