Áttu að vita betur en að auka útlán Íbúðalánasjóðs

mbl.is/Sverrir

Rannsóknarnefnd Alþingis gagnrýnir harðlega breytingar sem gerðar voru á lánum og vöxtum Íbúðalánasjóðs á árunum 2004 og 2005.

Telur nefndin þáverandi fjármálaráðherra hafa samþykkt breytingarnar, þrátt fyrir að gera sér grein fyrir efnahagslegum afleiðingum þeirra, þar sem hann taldi afleiðingarnar ásættanlegan kostnað við að tryggja að sitjandi stjórn héldi völdum.

Í stjórnarsáttmála þáverandi ríkisstjórnar Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna var kveðið á um ýmsar breytingar á Íbúðalánasjóði. Þáverandi félagsmálaráðherra óskaði síðla árs 2003 eftir því að Seðlabankinn gerði úttekt á hugsanlegum efnahagslegum áhrifum þess að hámarkslánshlutfall hjá sjóðnum yrði hækkað í 90%, hámarkslán hækkuð og vextir lækkaðir.

Seðlabankinn varaði eindregið við breytingunni. Sagði bankinn hana mjög illa tímasetta, þar sem á sama tíma væri ráðist í þensluhvetjandi stóriðjuframkvæmdir, og hún myndi valda enn meiri þenslu og hækkandi íbúðaverði.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert