Jón Ásgeir í The Times

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson mbl.is/Ómar

Fjallað er um stefnu skilanefndar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og tengdum aðilum í breska Lundúnablaðinu The Times. Blaðið rijfar upp að Jón Ásgeir hefur verið umsvifamikill á breska smásölumarkaðnum. Vikið er að þætti PricewaterhouseCoopers en mikið er fjallað um málið í Bretlandi.

Blaðið endursegir inngang stefnunnar sem er einkar harðorð og hvernig þar er komist að þeirri niðurstöðu að eigendahópurinn með Jón Ásgeir í broddi fylkingar hafi mergsogið bankann innanfrá.

Þá er rifjað upp að Jón Ásgeir hafi farið fyrir Baugi sem hafi átt hlut í verslunarfyrirtækjunum Hamleys, House of Fraser og Debenhams auk 39% hlutar í Glitni.

Blaðið gerir grein fyrir hinum tengdu aðilum sem skilanefndin stefnir en þar á meðal er endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers hf. á Íslandi, útibú eins stærsta endurskoðunarfyrirtækis heims.

Ljóst er að málið vekur mikla athygli í Bretlandi en að auki fjalla Guardian, Financial Times og Independent um stefnuna.

Frétt Times

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert