Öskufjúk fer minnkandi er á daginn líður

Skyggni var lítið á Hvolsvelli í gær vegna öskufoks og …
Skyggni var lítið á Hvolsvelli í gær vegna öskufoks og fólk á ferli úti við með rykgrímur. mbl.is/Þorsteinn Jónsson

Áfram má búast við öskufjúki á Suður- og Suðvesturlandi en það fer minnkandií dag. Á sunnudag er útlit fyrir hægviðri á landinu og ætti þá að draga enn frekar úr fokinu.

Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, verður annars á landinu í dag  en hvassari syðst fram eftir degi. Víða verður léttskýjað norðantil á landinu, en sums staðar þokkubakkar við ströndina.

Annars verður skýjað með köflum, en líkur á stöku síðdegisskúrum suðvestanlands. Hiti 12 til 20 stig yfir hádaginn, hlýjast inn til landsins, en svalara í þokunni.

Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustan 3-8 m/s og skýjað með köflum en líkur á stöku síðdegisskúrum. Hiti 12 til 18 stig.

Á morgun sunnudag, sjómannadaginn, verður hæg breytileg átt, skýjað með köflum og skúrir á víð og dreif. Hiti yfirleitt 10 til 17 stig, hlýjast til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert