Jón Baldvin hrósar rannsóknarskýrslunni

Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum formaður Alþýðuflokksins og ráðherra, telur rannsóknarskýrslu Alþingis vera afar gott og vel unnið verk og hún hafi alls ekki fengið þá umfjöllun sem hún eigi skilið. Hann segir merkilegt að allir þeir sem kallaðir voru til skýrslutöku telji að þeir hafi ekki brotið af sér.Þetta kom fram í máli Jóns Baldvins í Silfri Egils á RÚV í dag.

Hann segist telja að ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði ekki dregið flokk sinn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum þá hefði Samfylkingin verið með hreinan skjöld og það hefði ekki vafist fyrir neinum. Jón Baldvin tók undir með Agli Helgasyni að Samfylkingin hefði ekki hreinan skjöld. 

Jón Baldvin bætti hins vegar við að Ingibjörg Sólrún hefði ein flokksformanna beðist afsökunar. Það hefðu aðrir ekki gert. Það hefðu hvorki Geir Haarde né Davíð Oddsson gert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert