Eldur í farmi sorpbíls

Mikill reykur myndaðist þegar eldur var slökktur í ruslinu á …
Mikill reykur myndaðist þegar eldur var slökktur í ruslinu á lóð Endurvinnslunnar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Eldur blossaði upp í sorpbíl Gámaþjónustu Norðurlands á Akureyri síðdegis í dag. Bíllinn var kominn að Endurvinnslunni í Réttarhvammi þegar bílstjórinn varð þessa var og náði að losa farminn úr bílnum á planið.

Í bílnum var rusl af grenndarstöðvum í bænum, aðallega bylgjupappi, og virðist sem glóð hafi verið verið í ruslinu þegar það var flutt yfir í bílinn og úr orðið bál á leiðinni. Bílstjórinn segir ómögulegt að eldurinn hafi kviknað vegna búnaðar í bílnum.

Starfsmaður í Endurvinnslunni segir töluverðan eld hafa staðið út úr bílnum þegar hann kom á planið. Bílstjórinn hafði snör handtök, losaði farminn úr bílnum og þegar var hafist handa við að slökka. Liðsmenn Slökkviliðs Akureyrar komu fljótlega á vettvang og réðu niðurlögum eldsins á skömmum tíma. Mikill reykur myndaðist og lagði yfir nágrennið.

mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert