Nýr kostur í hvalaskoðun

Amma Sigga á fullri ferð.
Amma Sigga á fullri ferð. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Nýr hvalaskoðunarbátur, Amma Sigga, kom til Húsavíkur í dag. Um er að ræða 11,5 metra langan harðbotna slöngubát sem knúinn er af tveimur 300 hestafla utanborðsvélum. Fyrirtækið Gentle Giants á Húsavík gerir bátinn út.

Þorgeir Baldursson ljósmyndari tók myndir af nýja bátnum þegar hann lagði upp í siglingu frá Akureyri til Húsavíkur í dag eins og sjá má á heimasíðu Þorgeirs.

Hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants segir m.a. á heimasíðu sinni að ætlun þess sé að bjóða upp á nýjan kost í hvalaskoðun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert