Ríkisstjórnin afgreiddi kvótafrumvarp

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.

Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, sagði eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í dag, að frum­varp um stjórn fisk­veiða færi nú til þing­flokka rík­is­stjórn­ar­flokk­anna.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði að frum­varpið færi til þing­flokk­anna annað hvort í dag eða á morg­un og það yrði síðan kynnt fyr­ir hags­munaaðilum áður en það verður lagt fram form­lega á Alþingi. 

Í frum­varp­inu er meðal ann­ars kveðið á um hækk­un veiðigjalds og að 30% af veiðigjaldi fari til sjáv­ar­byggða, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins.

Þegar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra kynnti heild­arafla­mark þessa fisk­veiðiárs síðasta sum­ar kom fram að áætlað væri að veiðigjald eða auðlinda­gjald skilaði hátt í þrem­ur millj­örðum í rík­is­sjóð á þessu fisk­veiðiári.

Síðustu tæp­lega tvo mánuði hafa fjór­ir ráðherr­ar í rík­is­stjórn­inni komið að vinnu við gerð frum­varps um skip­an mála í fisk­veiðistjórn­un.

Auk Jóns Bjarna­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hafa Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra og Guðbjart­ur Hann­es­son vel­ferðarráðherra tekið þátt í þess­ari vinnu. Guðbjart­ur var formaður samn­inga­nefnd­ar­inn­ar svo­kölluðu sem fjallaði um heild­ar­end­ur­skoðun fisk­veiðistjórn­ar í sam­ræmi við sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Sá starfs­hóp­ur var skipaður í júlí 2009 og var fyrsti fund­ur hans í októ­ber. Starfs­hóp­ur­inn skilaði af sér í sept­em­ber 2010. Í nóv­em­ber var skipaður sam­starfs­hóp­ur sex þing­manna stjórn­ar­flokk­anna sem skilaði af sér minn­is­blöðum um málið í fe­brú­ar. Þá voru þing­menn­irn­ir reynd­ar orðnir fimm því Atli Gísla­son hafði sagt skilið við þing­flokk Vinstri grænna.

Vinnu­hóp­ar í ráðuneyt­inu unnu að af­mörkuðum þátt­um frá nóv­em­ber til fe­brú­ar­mánaðar. Eft­ir það hófst vinna í ráðuneyt­inu að smíði frum­varps sem kynnt var í byrj­un mars, sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins. Jafn­framt funduðu starfs­menn ráðuneyt­is með þing­mönn­um og ráðherr­um um málið.

Starfs­hóp­ur ráðherr­anna lauk síðan störf­um á Þing­völl­um á sunnu­dag, eft­ir tæp­lega tveggja mánaða vinnu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert