Mikið fer til samfélagsins

„Við erum afskaplega stolt af því hvað fyrirtækin í sveitarfélaginu leggja mikið til samfélagsins,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Sjávarútvegsfyrirtæki í Fjarðabyggð borguðu 16-17% allra veiðigjalda fiskveiðiárið 2014/2015.

Fyrirtækjum í Fjarðabyggð var gert að greiða 1.289 milljónir í veiðigjöld. Það gerir 272 þúsund krónur á hvern íbúa. Ef Neskaupstaður er skoðaður sérstaklega eru veiðigjöld á fyrirtæki í bænum 483 þúsund krónur á hvern íbúa, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Síldarvinnslan í Neskaupstað lagði t.d. tæpa tíu milljarða til samfélagsins á árunum 2013-2014 með opinberum gjöldum,“ segir Páll í blaðinu. Hann sagði að fyrirtækin hefðu einnig fjárfest mikið í skipum og umhverfisvænum verksmiðjum sem eru rafknúnar en ekki olíuknúnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert