Ríkisstjórnin ekki staðið við gefin loforð

Margar hendur koma að því að vinna aflann í landi …
Margar hendur koma að því að vinna aflann í landi en stór hluti hans er hins vegar unninn í frystitogurunum úti á sjó.

„Ríkisstjórnin hefur með þessu ekki staðið við þau loforð sem hún gaf í tengslum við kjarasamninga um að við myndum hafa traustan rekstrargrundvöll,“ segir formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, Adolf Guðmundsson.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Adolf auk þessa sé margt mjög óljóst í kvótafrumvörpum Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra.

„Þetta er hryllingur, það er t.d. ekki skýlaus endurnýjunarréttur, menn hafa bara 15 ár og eru ekkert öruggir með framhaldið,“ sagði Adolf. „Við viljum lengri nýtingartíma og skýlausan rétt til endurnýjunar. Hann er mjög óljós, við höfum bara rétt til viðræðna. Við vitum ekkert hvað það þýðir.

Þarna er líka bann við framsali á aflahlutdeild sem er mjög stórt mál. Menn vita þá ekki hvort þeir geta selt félögin sín eða hlutabréfin, hvort þeir geta sameinast. Þetta eru það mikil inngrip að þetta er bara þjóðnýting og eignaupptaka.“

Gert er ráð fyrir að heildargreiðslurnar fyrir kvóta geti farið í 5,6 milljarða króna haustið 2012. Adolf segir að þessar hækkanir þrengi einnig að fyrirtækjunum. Á fundi í sjávarútvegsráðuneytinu í gær hafi ekkert komið fram um það hver hugsanleg efnahagsáhrif breytinganna gætu orðið.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert