176 brautskráðust frá VMA

Frá útskriftarhátíð VMA í Hofi í dag.
Frá útskriftarhátíð VMA í Hofi í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Verkmenntaskólanum á Akureyri var slitið við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi í dag og voru þá brautskráðir 176 nemendur, þar af útskrifuðust 14 með fleiri en eitt skírteini. 

Í hópnum voru 85 stúdentar, af náttúrufræðibraut, félagsfræðabraut, viðskipta- og hagfræðibraut og af listnámsbraut. Nokkur fjöldi útskrifaðist líka sem stúdentar eftir starfsnám.

Alls útskrifuðust 50 iðnnemar að þessu sinni, þar af 19 húsasmiðir og 13 bifvélavirkjar, en einnig nokkrir málarar, pípulagningarmenn og rafvirkjar. Þá luku námi sex sjúkraliðar, þrír kjötiðnaðarmenn og einn matartæknir og einnig tóku við skírteinum fimm vélstjórar og 13 iðnmeistarar.

Arna Valsdóttir, kennslustjóri listnámsbrautar VMA við ræðupúltið. Hjalti Jón Sveinsson …
Arna Valsdóttir, kennslustjóri listnámsbrautar VMA við ræðupúltið. Hjalti Jón Sveinsson skólameistari til vinstri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert