Drengurinn þungt haldinn

Landspítali Háskólasjúkrahús Hringbraut.
Landspítali Háskólasjúkrahús Hringbraut. Mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Drengurinn, sem fluttur var með hraði frá Selfossi á Landspítalann fyrr í dag, fannst meðvitundarlaus á botni innilaugar Sundhallarinnar.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi var kallað var eftir aðstoð rétt fyrir klukkan 13:00 í dag þegar drengurinn fannst. Endurlífgun hófst þegar, bæði af hálfu aðstandenda barnsins, starfsmanna sundhallarinnar, og einnig sundlaugargesta, þar sem voru meðal annars lögreglu-, sjúkraflutninga-, og slökkviliðsmenn og björgunarsveitarmaður.

Barnið, sem er á sjötta aldursári að sögn lögreglu, var flutt á Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut. Þar liggur hann nú í öndunarvél á gjörgæslu og er þungt haldinn að sögn vakthafandi læknis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert