Fjölskylduhjálpin hætt á Akureyri

Akureyri.
Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjölskylduhjálp Íslands hefur hætt starfsemi á Akureyri vegna húsnæðisskorts. Þetta kemur fram í frétt í Vikudegi í dag. Fjölskylduhjálpin úthlutaði síðast matvælum á Akureyri rétt fyrir páska, en samtökin misstu húsnæði sem þau höfðu til umráða um miðjan apríl. „Þetta er mjög bagalegt því þörfin fyrir norðan er mjög mikil,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, í samtali við Vikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert