Vísindamenn fljúga að Grímsvötnum í kvöld

Gosið virðist vera kröftugt.
Gosið virðist vera kröftugt.

Vísindamenn ætla að fljúga yfir gosstöðvarnar í Grímsvötnum og kanna aðstæður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Í tilkynningunni segir að dökkur gosmökkur frá Grímsvötnum sjáist frá Skaftafelli, Vík og víðar á Suðurlandi.

TF-Sif er ekki flughæf vegna bilunar í vélhjóli og verður því ekki hægt að fljúga á henni fyrr en á mánudag, en þá er búist við að varahlutur verði kominn til landsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert