Á ferðinni í dag og nótt

Mikið er að gera hjá björgunarsveitum.
Mikið er að gera hjá björgunarsveitum. mbl.is/Jónas Erlendsson

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Austurlandi hafa verið að störfum í nótt og í morgun vegna eldgossins í Grímsvötnum.
 
Í nótt og morgun hafa björgunarsveitamenn dreift grímum og gleraugum á meðal íbúa á öskufallssvæðinu og aðstoðað bændur við að koma lambfé í hús.
 
Einnig hafa sveitir mannað lokunarpóst á þjóðvegi 1 við Vík. Nokkur verkefni liggja fyrir en vegna myrkurs af völdum öskufallsins er lítið hægt að athafna sig og hafa björgunarsveitir þurft frá að hverfa. Verkefnin sem fyrir liggja felast aðallega í aðstoð við bændur.
 
Aðgerðastjórnir eru að störfum á Hellu, Kirkjubæjarklaustri og á Höfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert