Astmasjúklingar sýni varúð

Rykmökkur yfir höfuðborgarsvæðinu.
Rykmökkur yfir höfuðborgarsvæðinu.

„Það eru að berast öskuský til höfuðborgarsvæðisins. Fólk sem er með viðkvæm öndunarfæri ætti því að halda sig innandyra á meðan svifryksgildin eru há,“ segir Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, um mengunina frá gosrykinu.

Hún hvetur astmasjúklinga og aðra sem hafa viðkvæm öndunarfæri til að fylgjast með mælingum á svifryki á höfuðborgarsvæðinu.

„Svifryksgildin eru reyndar ekki há í augnablikinu. Við vitum svo sem ekki hvernig þetta verður. Við vorum að ræða við Veðurstofuna og þar er búist við því að það slái í norðanáttir, jafnvel þegar í nótt, og að rykinu blási því á haf út. Við erum því að vona að þetta verði ekki langvinnt. En maður veit ekki hvernig þróunin verður. Við fylgjumst grannt með þróuninni og bendum almenningi á upplýsingasíðu okkar,“ segir Árný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert