Bryndreki dreifir grímum

Bíll á ferð á Kirkjubæjarklaustri í morgun.
Bíll á ferð á Kirkjubæjarklaustri í morgun. Reuters

Vænst er að á næstu klukkustundum takist að koma grímum og öryggisgleraugu til bænda á Síðu og í Fljótshverfi austan við Kirkjubæjarklaustur. Björgunarsveitarmenn héldu þangað austur en snéru við skammt við Foss á Síðu, sakir þess hve þétt öskufallið var og skyggnið ekkert.

„Við höfum ráðlagt fólki á þeim svæðum þar sem áhrifa öskufallsins gætir mest að halda sig innandyra. Bændur þurfa þó nauðsynlega að komast í gegningar og sinna búpeningi og því þurfum við að koma grímum og gleraugum, enda leitar fíngerð askan bæði í vit og augu,“ sagði Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.

Í Reykjavík þessi varningur tiltækur; lager úr gosinu í Eyjafjallajökli á síðasta ári. Honum verður nú komið til fólks á öskufallssvæðum og til þess verður meðal annars notaður brynvarður vatnadreki  í eigu og útgerð björgunarsveitarinnar í Öræfasveit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert