Drengurinn látinn

Landspítalinn
Landspítalinn mbl.is/Ómar

Ungi drengurinn, sem fluttur var á Landspítalann í gær eftir að hann fannst á botni sundlaugarinnar á Selfossi, er látinn.

Rétt eftir hádegi í gær var kallað eftir aðstoð lögreglunnar þegar drengurinn fannst í innilaug sundlaugarinnar. Endurlífgun hófst þegar í stað og var drengurinn, sem var á sjötta aldursári, fluttur til Reykjavíkur með hraði. Hann lá þar þungt haldinn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans, en lést fyrr í dag. Ekki er unnt að greina frá nafni drengsins að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert