Eins og gömul gulnuð ljósmynd

Eins og gömul gulnuð ljósmynd. Svona var umhorfs í Skaftafellsýslu …
Eins og gömul gulnuð ljósmynd. Svona var umhorfs í Skaftafellsýslu í dag. mbl.is/Jónas Erlendsson

Kirkjubæjarklaustur líktust gamalli gulnaðri ljósmynd síðdegis þegar að rofa fór til eftir öskumistrið, sem lá yfir bænum fyrri hluta dagsins.  

Í morgun lá 1-2 sentimetra þykkt öskulag yfir öllu svæðinu og skyggni var nánast ekkert. 

„Þetta hefur verið mjög erfitt," hefur AFP fréttastofan eftir Einari Guðmundssyni, fulltrúa almannavarna í Vík, sem kom til Kirkjubæjarklausturs í dag. „Allt var svart, askan féll stöðugt og það var afar erfitt að komast á milli staða."

Björgunarsveitarmenn dreifðu öndunargrímum og öryggisgleraugum til bæja á svæðinu en þegar skyggnið var sem verst urðu þeir að halda kyrru fyrir. 

„Það var svartamyrkur eins og um nótt og það var ekki hægt að sjá milli ljósastaura. Það tók langan tíma að aka á milli stauranna vegna þess hve maður þurfti að aka hægt."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert