Fjarskiptakerfið starfar eðlilega

mynd/Andri Orrason

Neyðarstjórn Mílu fundaði strax í gærkvöldi vegna eldgossins í Grímsvötnum og setti viðbragðsáætlun í gang, samkvæmt skilgreindri neyðaráætlun fyrirtækisins. Fjarskiptakerfið hefur starfað eðlilega í dag.

Mat neyðarstjórnar á fundi í dag er að viðbúnaður Mílu sé á „Hættustigi“ miðað við framvindu eldgoss Í Grímsvötnum. Neyðarstjórn mun áfram fylgjast með þróun mála. Engar truflanir hafa orðið á fjarskiptasamböndum hjá Mílu enn sem komið er. Neyðarstjórn álítur að ljósleiðarastrengir fyrirtækisins séu ekki í hættu, þó svo að flóð verði á svæðinu.  
Starfsmenn á vegum Mílu fóru á svæðið í gærkvöldi og eru tilbúnir til aðgerða ef nauðsyn krefur.

Neyðarstjórn hefur metið áhrif gossins á fjarskiptakerfi Mílu og gripið til nauðsynlegra aðgerða. Búið er að tryggja varasambönd vegna öryggisfjarskipta og almennra fjarskiptakerfa.  Verið er að þétta loftinntök og hurðaop í tækjahúsum á svæðinu, segir í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert