Grjóthrun úr Lómagnúp

Lómagnúpur.
Lómagnúpur. mbl.is/Gísli Sigurðsson

Grjóthrun varð í Lómagnúpi í gær. Talsvert stórir jarðskjálftar urðu skömmu áður en eldgosið hófst í Grímsvötnum. Þetta kemur fram á vef Sunnlenska í dag.

Stærsti jarðskjálftinn í Vatnajökli í gær mældist 4,1 að styrkleika. Fram kemur í fréttinni að mikið af grjóti hafi hrunið úr afmörkuðu svæði efst í austurhlið Lómagnúps.

Frétt Sunnlenska

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert