Loftrýmið líklega áfram lokað

Flugfélag Íslands
Flugfélag Íslands

Líklegt er að loftrými yfir Íslandi verði áfram lokað í kvöld og nótt en flugrekendur fá nýja spá síðdegis.

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að flug í loftrými yfir Íslandi sé bannað. Heimilt sé hins vegar að fljúga sjónflug og það sé mat hvers og eins flugrekenda að ákveða hvort þeir fljúgi sjónflug.

Hjördís segir ekki um það að ræða að hægt sé að beina millilandaflugi til Akureyrar meðan loftrými yfir Íslandi sé lokað. Hún segir að nýjustu upplýsingar gef ekki tilefni til að ætla að loftrýmið verði opnað að nýju kl. 18 þegar ný spá kemur.

Flugfélag Íslands felldi niður allt innanlandsflug í dag. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði ákvörðun um flug á morgun yrði tekin í fyrramálið þegar nýjar upplýsingar um öskudreifingu liggja fyrir.

Farþegar í innanlandsflugi sem gefið hafa upp farsímanúmer geta fengið SMS-skeyti um flugferðir og hvatti Árni farþega til að gefa upp símanúmer og fylgjast með upplýsingum á netinu umáætlunarflug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert