Mælingar á svifryki í undirbúningi

Það er ekki bjart yfir björgunarsveitarmönnum sem voru í svörtu …
Það er ekki bjart yfir björgunarsveitarmönnum sem voru í svörtu öskuskýi í morgun. mbl.is/Jónas Erlendsson

Umhverfisstofnun hefur virkjað viðbúnaðarstöðu vegna gossins í Grímsvötnum. Undirbúningur er hafinn að því að flytja loftgæðamælistöð frá Akureyri og verður hún sett upp á Kirkjubæjarklaustri á morgun.


Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að loftgæðamælistöðin á Raufafelli, undir Eyjafjöllum, hafi bilað í nótt og verður reynt að gera við hana eins fljótt og hægt er. Á morgun verður staðan skoðuð betur og metin þörf á að fjölga mælum á áhrifasvæði gossins og þá um staðsetningu þeirra. Upplýsingum um loftgæðamælingar verður komið á framfæri um leið og þær liggja fyrir.
Umhverfisstofnun hefur útbúið leiðbeiningar fyrir almenning um viðbrögð við öskufalli. Þar á meðal er myndband sem gerir fólki kleift að meta magn svifryks út frá skyggni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert