„Öskumistur innandyra“

Mjög mikið öskufall er á Klaustri og í nágrenni.
Mjög mikið öskufall er á Klaustri og í nágrenni. mbl.is/Jónas Erlendsson

Sigrún Kapitola, hótelstjóri á Islandia Hotel Núpum, segir að erlendir gestir á hótelinu vilji komast burt um leið og færi gefst. Hún óskaði eftir aðstoð björgunarsveitarmanna þar sem engar grímur eða hlífðargleraugu eru á hótelinu.

sagði að óskað hefði verið eftir því að fá gleraugu og grímur. „Ástandið er slæmt en það hafa það allir ágætt.“

Hún sagði að allir hefði nóg að borða en það væri ótrúlegt myrkur. „Aska hefur borist inn til okkar. Það má segja að það sé mistur innandyra. Það sitja hér allir með klúta fyrir sér.“

Á hótelinu eru fjórir erlendir ferðamenn og þeir hafa óskað eftir að fá að komast í burtu um leið og hægt er. „Það hafa allir hjálpast að við að byrgja fyrir glugga og hurðir.“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert