Senda grímur austur

Öskumistur í Mýrdal.
Öskumistur í Mýrdal. mbl.is/Jónas Erlendsson

Búið er að senda birgðir af grímur sem voru á Hvolsvelli austur til fólks sem hefur mátt þola mikið öskufall í morgun. Vegurinn um Skeiðarársand verður áfram lokaður í dag, en skyggni þar er nánast ekki neitt.

„Það er öskufall frá Mýrdalssandi og að Freysnesi. Þetta fer aðeins fram og til baka eftir því hvernig vindáttin breytist. Skyggni við Freysnes var um tíma ekki neitt, en núna sést út á Skeiðarársand,“ sagði Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Víðir sagði að fólki fyrir austan hefði brugðið í morgun þegar öskufallið hófst, en fólk væri almenn rólegt. Bændur væru í erfiðri stöðu. Eins væru ferðaþjónustuaðilar með talsvert af gestum sem þyrfti að sinna.

Víðir sagði að þar sem öskufalli er verst væri ekkert skyggni. „Menn sjá ekki út fyrir húddið á bílnum.“

Í tilkynninguy frá Almannavörnum segir að íbúar og ferðamenn á svæðinu séu hvattir til að halda sig innadyra og vera ekki á ferðinni á nauðsynjalausu.  Þeir sem þurfa að vera úti eru hvattir til að nota rykgrímur og hlífðargleraugu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert