Sést vel á mynd frá NASA

Gosmökkurinn sést á MODIS gervitunglamynd frá kl. 5 í morgun.
Gosmökkurinn sést á MODIS gervitunglamynd frá kl. 5 í morgun.

Gosmökkurinn í Grímsvötnum  sést vel á gervitunglamynd frá NASA, en mökkurinn fór í yfir 20 km hæð í gær.

Samkvæmt upplýsingum sérfræðinga Veðurstofunnar sem flugu nálægt gosstöðvunum í morgun hafði mökkurinn lækkað í um 15 km. Í dag hefur hann svo verið í um 10 km og svo aftur í 11 km.  Ný veðursjá Veðurstofunnar sem var komið í nágrenni Eyjafjallajökuls sýnir þessa þróun.

Í fréttatilkynningu frá Veðurstofunni segir að staðfest sé að gosið í Grímsvötnum sé í sjálfri öskjunni nærri þeim stað sem gaus 2004. Síðast hljóp úr Grímsvötnum 31. október 2010, lítið vatn hefur safnast þar saman og þunnur ís er á öskjunni. Þegar gaus í Grímsvötnum 1998 og 2004 urðu jökulhlaup nokkru eftir að gos hófst. Ekki er talið að samsvarandi aðstæður séu uppi nú og því er ekki búist við jökulhlaupi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert