Hræðilegur tími fyrir ferðaþjónustuna

Flugmaður Icelandair horfir áhyggjufullur á gosið.
Flugmaður Icelandair horfir áhyggjufullur á gosið. mynd/Þórir Kristinsson

„Það setur auðvitað að manni hroll“ þegar maður hugsar ár til baka, en ég held við getum ekki gert neitt annað úr þessu annað en að vona að þetta trufli ekki alþjóðlega flugumferð," segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Ferðaþjónustan býr að reynslunni frá gosinu í Eyjafjallajökli í fyrra og segir Erna að mikilvægast af öllu sé að tryggja að réttar upplýsingar um stöðu mála og um eðli goss í Grímsvötnum berist út í heim. „Það skiptir mestu og það var tekið á því strax í gær. Alveg eins og í fyrra, þá var megin vinna okkar allra að reyna að koma réttum skilaboðum á framfæri því það er óskaplega erfitt að höndla alþjóðapressuna.  En  ég hef nú verið að fylgjast með BBC og CNN í morgun og sem betur fer þá er náttúrulega fólk hér á Íslandi,  upplýsingafulltrúar stjórnsýslunnar og Íslandsstofu og annað, sem eru búnir að koma því út í heim að ekki sé gert ráð fyrir að þetta trufli alþjóðlega flugumferð.“

Ljóst er hinsvegar að gosið hefst á afar óheppilegum tíma fyrir ferðaþjónustuna, einmitt í upphafi ferðasumars sem vonir standa til að verði með því besta til þessa. „Þetta er auðvitað hræðilegur tími, en við verðum bara að vona að þetta verði stutt og hafi ekki þessi sömu áhrif og í fyrra," segir Erna.

Samtök ferðaþjónustunnar hafa verið boðin á fund í iðnaðarráðuneytinu í dag ásamt Almannavörnum, Íslandsstofu o.fl. til að fara yfir stöðuna og ákveða framhaldið.

Erna Hauksdóttir
Erna Hauksdóttir mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert