Öskufall á Akureyri

Gosmökkurinn frá Grímsvötnum.
Gosmökkurinn frá Grímsvötnum. Reuters

Í kvöld tók aska úr eldgosinu í Grímsvötnum að falla til jarðar á Akureyri. Sést það á bílum og diskum, sem íbúar hafa sett út.

Að því er segir á fréttavefnum Akureyri.net er ástandið fyrir norðan þó mun betra en fólk á sunnanverðu landinu hefur upplifað síðasta sólarhring.

Á vef Veðurstofunnar er tilkynning frá Ytri-Villingadal í Eyjafjarðarsveit, sem send var á tíunda tímanum í kvöld. Þar segir að aska sé sjáanleg á bíl og hvítum disk.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur gefið út leiðbeiningar varðandi öskufall og einnig ætti ákveðinn hópur fólks sem er viðkvæmari fyrir svifryki en aðrir, t.d. fólk með hjarta- og lungnasjúkdóma að athuga vel ástandið úti.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert