Öskumistur á Selfossi

Öskumistur yfir Mýrdalnum í dag.
Öskumistur yfir Mýrdalnum í dag. mbl.is/Ernir

Öskumistrið frá eldgosinu í Grímsvötnum hefur verið að færast vestar og er núna komið til Selfoss. Viðmælandi sagði að Ingólfsfjall sæist ekki frá Eyrarbakka.

Segja má að brúnt öskuský nái núna yfir allt Suðurland. Það hefur verið að færa sig vestar eftir því sem liðið hefur á daginn. Óvíst er þó hvort það nær til höfuðborgarsvæðisins því það er spáð norðanátt þegar kemur fram á kvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert