Tekinn með fíkniefni

Lögreglan á Eskifirði handtók í gærkvöldi ungan mann í Fjarðabyggð grunaðan um fíkniefnamisferli. Í fórum hans fundust fíkniefni.

Í fréttatilkynningu frá lögreglu segir að vegna rannsóknar málsins hafi maðurinn verið vistaður í fangageymslu í nótt og leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Austurlands í morgun þar sem gerð var karfa um húsleit á heimili mannsins, sem var samþykkt. 

Við leit á heimili mannsins naut lögreglan atbeina fíkniefnaleitarhunds undir stjórn yfirhundaþjálfara ríkislögreglustjórans.  Um 10 gr. af amfetamíni og lítilræði af maríjúana fundust við leitina.  Maðurinn var eftir frekari yfirheyrslur látinn laus og telst málið upplýst.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert