Tekist hefur að sinna beiðnum um aðstoð

Hjálparsveitarmenn að störfum.
Hjálparsveitarmenn að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rögnvaldur Ólafsson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að eftir því sem hann best viss hefði tekist að sinna öllum beiðnum sem borist hefði frá íbúum á öskusvæðunum um aðstoð. Hann segir fjölda manns að störfum við að aðstoða fólk.

Heldur hefur rofað til við Kirkjubæjarklaustur, en Rögnvaldur segir varasamt að draga of miklar ályktanir af því. Öskufallið komi í bylgju og ráðist m.a. af vindátt.

Jarðvísindamenn flugu upp að eldstöðinni í Grímsvötnum í morgun og áforma að fara aðra ferð síðdegis.

Rögnvaldur sagði að ekki hefðu borist upplýsingar um að fólk væri farið að flýja öskufallið. Ferðamenn á hótelinu á Núpum hefðu reyndar verið fluttir á brott. Hann sagði að það væri til skoðunar að skipuleggja aðstoð við þá sem vildu komast burt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert