Þrettán nýstúdentar frá Laugum

Nýstúdentar frá Laugum.
Nýstúdentar frá Laugum.

Þrettán nýstúdentar voru brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum í  Þingeyjarsveit í gær. Var þetta í 19. skipti sem skólanum er slitið og fór athöfnin fram í íþróttahúsi skólans. Skólinn bauð Þingeyingum öllum og velunnurum skólans velkomna að vera við athöfnina sem var hátíðleg að venju.

Þar fluttu m.a.fulltrúar eldri stúdenta og útskriftarnema frá Laugum ávörp auk Valgerðar Gunnarsdóttur skólameistara. Þá var gullmerki Framhaldsskólans á Laugum afhent í fyrsta skipti og hlotnaðist þremur einstaklinum sá heiður. Gullmerkið er veitt þeim einstaklingum sem starfað hafa við skólann lengur en í 20 ár.

Verðlaun voru veitt fyrir námsárangur og félagsstörf og Sæunn Kristjánsdóttir, sem útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn í ár, flutti ávarp nýstúdenta.

Nýstúdentarnir sem útskrifuðust í ár frá Framhaldsskólanum Laugum eru Friðbjörn Bragi Hlynsson, Ómar Jónsson, Anna Guðrún Sveinsdóttir, Sylvía Víðisdóttir, Eva Bryndís Bernharðsdóttir, Börkur Sveinsson og Svavar Ingvarsson. Sæunn Kristjánsdóttir, Björk Björnsdóttir, Unnur Svana Benediktsdóttir, Indíana Þórsteinsdóttir, Magnea Dröfn Hlynsdóttir og
Lilja Rut Jónsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert