Vegurinn lokaður við Vík

Bíll á ferð á Kirkjubæjarklaustri í morgun.
Bíll á ferð á Kirkjubæjarklaustri í morgun. Reuters

Búið er að loka þjóðvegi 1 frá Vík í Mýrdal og austur yfir Skeiðárssand. Fólk er beðið að vera ekki á ferðinni á þessum slóðum.

Fólk sem ekið hefur í öskufallinu segir að þetta sé eins og að aka í blindbyl. Þegar verst lætur sést ekki fram fyrir húddið á bílnum. Einn viðmælandi sagði að hann hefði oftar en einu sinni þurft að stöðva bílinn þegar hann var við það að aka út af. Annar viðmælandi sagðist hafa þurft að bíða góða stund með rofaði til og eitthvað sást af veginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert