Voru tvo tíma yfir sandinn

Það er ekki bjart yfir björgunarsveitarmönnum sem voru í svörtu …
Það er ekki bjart yfir björgunarsveitarmönnum sem voru í svörtu öskuskýi í morgun. mbl.is/Jónas Erlendsson

„Ég var farinn að halda að við yrðum innlyksa á sandinum, á milli Gígju og Súla. Það var svo rosalega svart að við urðum að bíða þar heillengi,“ sagði Halldór Þorsteinsson sem var nærri tvo klukkutíma að komast yfir Skeiðarársand á sérstökum bryndreka í eigu hjálparsveitarinnar.

„Þetta er alveg svakalega svart. Við sáum stundum ekki neitt,“ sagði Halldór. Hann er ásamt félögum sínum að aðstoða fólk og dreifa grímum og gleraugum til fólks sem er lokað inni vegna öskufalls.

Halldór var á leið að hótel Icelandia á Núpum, en þar eru 17 ferðamenn og fjórir starfsmenn í miklu öskufalli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert