Árekstur á Möðrudalsöræfum

Möðrudalsöræfi
Möðrudalsöræfi mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Árekstur varð á Möðrudalsöræfum í dag, þegar rúta og bílaleigubíll skullu saman. Að sögn lögreglunnar á Egilstöðum urðu einhverjar skemmdir á báðum bifreiðum, en ökumenn og farþegar sluppu ómeiddir.

Rekja má óhappið til færðarinnar að sögn lögreglu, en mikil snjókoma hefur verið á Austurlandi í dag með hríðarbyl. Nánast er ófært innanbæjar á Egilsstöðum og milli staða á svæðinu og Fjarðarheiðin er lokuð.

Samkvæmt Veðurstofu tekur veðrinu ekki að slota norðaustan og austanlands fyrr en kemur fram á morguninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert