Hefja sig til flugs

Fjölmenni er nú á Keflavíkurflugvelli.
Fjölmenni er nú á Keflavíkurflugvelli. Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Mikið annríki verður á Keflavíkurflugvelli í kvöld, en nú kl. 18 munu fyrstu vélarnar hefja sig aftur til flugs. Þá fara tvær vélar til London. Um kl. 19 munu svo vélar koma inn til lendingar, en von er á vél frá Amsterdam kl. 19:09.

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segir ljóst að það verði mikið um að vera á flugvellinum í kvöld, en fjölmargar vélar munu koma og fara á svipuðum tíma.

„Góðu fréttirnar eru þær að það er byrjað að fljúga,“ segir Hjördís og bætir við að þetta eigi einnig við flug til og frá Reykjavík.

Þá segir hún að von á nýrri öskuspá á milli kl. 18 og 19. Þá muni menn meta stöðuna og athuga með framhaldið, en spárnar koma fram á sex tíma fresti.

Upplýsingar um komur og brottfarir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert