Kynferðisbrot gegn þroskahömluðum manni

mbl.is/Þorkell

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot sem hann framdi gegn þroskahömluðum manni. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða manninum, sem hann braut gegn, 600 þúsund krónur í bætur.

Maðurinn var fundinn sekur um að hafa losað um föt hins mannsins og fróað honum. Sá hafi ekki getað spornað við háttseminni sökum andlegrar og líkamlegrar fötlunar.

Sá sem fyrir brotinu varð er á sambýli en hinn maðurinn kom þangað í heimsókn í janúar á síðasta ári.  Hann neitaði sök en dómurinn taldi  sekt hans sannaða.

Fram kemur í niðurstöðu héraðsdóms að maðurinn sé sakhæfur og þrátt fyrir mikla líkamlega fötlun sé það mat dómsins að ekkert hafi komið fram í málinu sem bendi til þess að hann sé andlega skertur á nokkurn hátt.  Brotaþoli sé hins vegar verulega skertur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert