Laus úr gæsluvarðhaldi

mbl.is/Brynjar Gauti

Karlmaður á sjötugsaldri, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald 16. maí, er laus úr haldi lögreglu. Maðurinn var handtekinn eftir að eiginkona hans var endurlífguð á heimili þeirra í austurborginni.

Konan, sem var á fimmtugsaldri, var flutt á sjúkrahús en lést þar nokkrum dögum síðar. Bráðabirgðaniðurstaða krufningar gaf ekki tilefni til að hafa manninn áfram í haldi, segir í tilkynningu frá lögreglu.

Rannsókn málsins heldur áfram en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert