Mynduðu gosið í návígi

Eldingar í gosmekkinum.
Eldingar í gosmekkinum. mynd/Þór E. Bachmann

Jeppamenn komust í návígi við eldgosið í Grímsvötnum aðfararnótt sunnudags og náðu þeir myndum þegar gosið var í hæstu hæðum. Hópurinn var þá í um einn kílómetra frá gosstöðvunum. Miklar eldingar sjást í myndskeiðinu.

Þór E. Bachmann segir í samtali við mbl.is að myndskeiðið hafi verið tekið upp á milli kl. 4 og 6 aðfararnótt 22. maí. 

Aðspurður segir hann að 10 manna hópur hafi lagt af stað frá Reykjavík á tveimur breyttum jeppum sl. laugardagskvöld. 

Gosið hafi verið mikið sjónarspil og varla hafi liðið sekúnda á milli eldinga. 

Þá segir hann að fólkið hafi ekki hætt sér út úr jeppunum því ösku og grjóti hafi rignt yfir bílana. Ástandið hafi vissulega verið mjög skuggalegt um tíma.

Þá segir hann að veðrið hafi einnig verið mjög vont, bálhvasst og blindbylur. Hópurinn hafi þar af leiðandi orðið að bíða í nokkrar klukkustundir á sama stað, eða til kl. 10, áður en hann gat forðað sér.

Myndskeiðið á vef YouTube.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert