Ólafur segist bjartsýnn

Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, segir að skyggni þar í morgun hafi verið um 300 metrar vegna öskufalls en síðan hafi komið hraustlegur blástur sem feykti öskumistrinu út á haf.

Mikil aska fór yfir Þorvaldseyri og Eyjafjallasveitina í gosinu úr Eyjafjallajökli í fyrra.  Ólafur sagði, að Eyfellingar vonist til þess að sleppi betur frá gosinu í Grímsvötnum. 

„Þetta er miklu meira gos en við fengum hér en þetta er lengra frá byggð. Áhrifin eru engu að síður mjög mikil."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert