Öskufalli spáð í Öræfasveit

Matthew James Roberts, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, fór yfir stöðu …
Matthew James Roberts, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, fór yfir stöðu mála með fréttamönnum í samhæfingarmiðstöðinni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Veðurstofan spáir þurri og fremur hægri norðan- og norðvestanátt á gossvæðinu við Vatnajökul á morgun. Gert er ráð fyrir því, að lítið öskufok verði í nágrenni Eyjafjallajökuls, en búast megi við talsverðu öskufalli á meðan gosinu stendur suðaustanlands, þá líklega einna mestu í Öræfasveit.

Á morgun er spáð hæglætisveðri og stöku skúrum suðaustantil á landinu. Þá verði öskufall umhverfis eldstöðina að því gefnu að gos standi enn yfir. Annars megi búast við minnháttar öskufjúki sums staðar sunnan- og suðaustanlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert