Öskugrátt í Hlíðarfjalli

mbl.is/Skapti

Nokkurt öskufall hefur orðið í Eyjafirði síðan gosið í Grímsvötnum hófst, eins og fram kom hér á vefnum í gærkvöldi og í morgun. Eins og nærri má geta er öskufallið mest áberandi í Hlíðarfjalli, þar sem enn er töluverður snjór.

Blaðamaður Morgunblaðsins skaust í Hlíðarfjall síðdegis og tók meðfylgjandi myndir neðst á skíðasvæðinu. Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður svæðisins var við störf en skíðavertíðinni lauk um síðustu mánaðamót.

mbl.is/Skapti
mbl.is/Skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert