Þýskir óþekktarormar farnir heim

Þýsku óþekkarormarnir, sem dvöldu hjá þeim Júlíusi Guðna Antonssyni og Kristinu Lundberg á Auðunnarstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu kvöddu þau með þeim orðum að þau langaði að koma aftur og þá helst í réttirnar í haust.

Þetta kemur fram á vefnum Feyki.is en ungmennin dvöldu á Auðunnarstöðum í tengslum þýskan raunveruleikasjónvarpsþátt, sem nefnist Ströngustu foreldar í heimi.

Feykir hefur eftir Júlíusi bónda, að krakkarnir fengu að reyna ýmislegt meðan á dvöl þeirra stóð á Auðunnarstöðum .

„Það voru hin ýmsu vorverkefni sem þau fengu að spreyta sig á, vinna í kringum sauðburð,  vönun á ungfolum, járningar og útreiðar en einnig fóru þau í hvalaskoðun á Húsavík," segir Júlíus sem vildi meina að ekki hafi verið um neina villinga að ræða.

Vefur Feykis

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert