Útlendingarnir vildu burt

Allt var grátt á Suðausturlandi í gær.
Allt var grátt á Suðausturlandi í gær. mbl.is/Eggert

Öskufallið hefur áhrif á störf fleiri stétta en bænda. Allt er undirlagt á öskufallssvæðinu. Þegar er farið að bera á afbókunum hjá ferðaþjónustufyrirtækjum og er óttast að þeim rigni yfir í dag.

„Íslendingarnir tóku þessu með ró. Útlendingarnir voru órólegri og vildu komast sem fyrst í bæinn,“ sagði Anna Guðrún Jónsdóttir í Hótel Laka í Efri-Vík í Landbroti. Hún tók raunar fram að nokkrir erlendir ferðamenn sem voru á austurleið hefðu tekið þessu af yfirvegun og fundist spennandi að fylgjast með náttúruhamförunum. Þeir ætluðu að bíða og sjá til hvort fært yrði austur um.
Eftir eldgosið í Eyjafjallajökli afbókuðu margir hópar.

Anna Guðrún sagði að rólegt hefði verið framan af sumri en tekist hefði að fylla í eyðurnar þegar komið var fram á sumar. Hún kvaðst óttast að það sama gerðist, að afbókanir færu að berast. Sumir treystu sér ekki til að hugsa til Íslandsferðar, þótt þeir ætluðu að fara í ágúst, eins og gerðist í fyrra.

„Það getur enginn stöðvað þetta. Við verðum bara að fylgjast með veðurspá og vona að öflugur vindur verði af réttri átt,“ sagði Anna Guðrún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert