Útlitið gott fyrir flug til morguns

Flug hófst á ný frá Keflavíkurflugvelli um kl.18. Þessi mynd …
Flug hófst á ný frá Keflavíkurflugvelli um kl.18. Þessi mynd var tekin þegar farþegar voru að innrita sig í Leifsstöð fyrir brottför. Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Útlitið fyrir flugumferð fyrir Ísland er gott næsta hálfa sólarhringinn eða svo hið minnsta ef marka má öskuspá, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa Isavia.

Fyrstu flugvélarnar hófu sig á loft frá Leifsstöð um kl. 18 í kvöld eftir rúmlega sólarhrings lokun. „Vellirnir eru opnir núna og miðað við spána lítur þetta allavega vel út fyrir nóttina og fyrramálið, en þetta er auðvitað alltaf bara spá," segir Hjördís. Flugfélögin British Airways, KLM, Loganair og Eastern Airways hafa öll aflýst flugferðum til og frá Skotlandi á morgun, en sem stendur þykir ekki tilefni til loka aftur loftrýminu yfir Íslandi.

„Eins og staða er núna og þangað til á morgun þá teygir þessi slæða sig yfir Skotland en sleppur hjá okkur. En askan dreifir sér og fer eftir vinum svo ef eldgosið varir getum við auðvitað alveg búist við lokunum aftur." Flugmálayfirvöld munu að óbreyttu funda næst klukkan 10 í fyrramálið til að ákveða framhaldið.

Tómlegt var í Leifsstöð meðan flugumferð lá niðri.
Tómlegt var í Leifsstöð meðan flugumferð lá niðri.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert