Völlurinn opnast klukkan 18

Flugmaður Icelandair horfir á gosmökkinn frá Grímsvötnum.
Flugmaður Icelandair horfir á gosmökkinn frá Grímsvötnum. mynd/Þórir Kristinsson

Nú er gert ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur muni opnast um klukkan 18 í dag en völlurinn hefur verið lokaður fyrir flugumferð frá því í gærmorgun vegna eldgossins í Grímsvötnum. 

Icelandair gerir nú ráð fyrir að fyrstu flugvélar fari héðan upp úr klukkan 19 og að fyrstu vélar frá Evrópu lendi á vellinum á svipuðum tíma. 

Icelandair segir, að mikið álag sé á þjónustuveri Icelandair vegna þeirra breytinga sem gerðar hafi verið á flugáætlun félagsins.  Þjónustuverið sé fullmannað og sinni þúsundum símtala en samt geti verið löng bið eftir afgreiðslu. Almennt hafi viðskiptavinir mjög góðan skilning á ástandinu og sýna mikla þolinmæði. 

Flugvélar Iceland Express fara í loftið um leið og Keflavíkurflugvöllur verður opnaður. Reiknað er með að fyrsta vél frá Evrópu lendi um klukkan 18 á Keflavíkurflugvelli og fyrsta vél Iceland Express fer samkvæmt því í loftið frá Keflavík um klukkan 19.
 
Áætlað er að flogið verði, til Kaupmannahafnar og London klukkan 19  og til  Berlínar  og Þrándheims  sömuleiðis klukkan 19:00.  Þá verður flogið til New York kl 21  kvöld.  Bætt verður við aukaflugi til London og Kaupmannahafnar.

Vefur Icelandair

Vefur Iceland Express

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert