252 flugferðum aflýst

Sofandi farþegar í flugstöðinni í Edinborg í morgun.
Sofandi farþegar í flugstöðinni í Edinborg í morgun. Reuters

Alls hefur 252 flugferðum verið aflýst til Skotlands og Norður-Írlands í morgun vegna öskuskýs frá Grímsvatnagosinu, sem komið er yfir Bretlandseyjar.

„Flest flugfélög hafa aflýst flugferðum í dag - 252 flugum," sagði Brian Flynn, framkvæmdastjóri hjá EUROCONTROL í Brussel á Twittervef stofnunarinnar. „Hluti af öskuskýinu er yfir Skotlandi og Norður-Írlandi í dag."  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert