60 björgunarsveitamenn á gossvæðinu

Björgunarsveitrarmenn við Kirkjubæjarklaustur í gær.
Björgunarsveitrarmenn við Kirkjubæjarklaustur í gær. mbl.is/Ernir

Um 60 björgunarsveitamenn eru nú að störfum á öskufallssvæðinu á Suðausturlandi og aðstoða bændur við að smala fé og öðrum búpeningi.

Einnig eru allir bæir á svæðinu heimsóttir og aðstæður kannaðar. Að auki hafa lausamunir fokið frá byggingarsvæði og hefur þurft að hefta þá.

Björgunarsveitafólkið kemur flest frá Hvolsvelli og höfuðborgarsvæðinu. Bætt verður við fólki þegar líður á daginn.

Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er nokkuð bjart á Klaustri en hífandi rok og öskufjúk. Hins vegar er dimmt yfir Fljótshverfi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert