Aska yfir Noregi

Gervihnattamynd af öskuskýinu frá Grímsvötnum í gær.
Gervihnattamynd af öskuskýinu frá Grímsvötnum í gær.

Öskuský frá Grímsvatnagosinu er nú komið yfir suðurhluta Noregs og hefur haft áhrif á flugumferð þar. Þannig stöðvaðist umferð flugvéla og þyrlna um Sola flugvöll í Stafangri.

Avinor, norska flugmálastjórnin, segir að askan muni einnig hafa árhrif á flugumferð um Karmøy flugvöll í Haugasundi. Hins vegar er ekki talið að flugumferð um Gardermoenflugvöll í Ósló raskist, að minnsta kosti ekki strax.

Danska flugumsjónin, Naviar, segir að búast megi við því að loftrými yfir norðurhluta Jótlands, lokist upp úr hádegi og þegar líður á daginn muni aska verða yfir stærstum hluta landsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert