Atkvæðagreiðslu er að ljúka

Faðmlög í Karphúsinu eftir að samningar tókust.
Faðmlög í Karphúsinu eftir að samningar tókust. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kosningu um kjarasamninga sem landsambönd ASÍ gerður við Samtök atvinnulífsins er að ljúka. Niðurstaða talningar verður kynnt í flestum félögum á morgun.

Kosningu hjá Eflingu og öðrum félögum sem standa að Flóabandalaginu er lokið en kosningu hjá VR lýkur á hádegi á morgun. Kosningu hjá Starfsgreinafélaginu lýkur í kvöld og tilkynnt verður um úrslit á morgun, en talið er sér í hverju félagi fyrir sig.

Samningarnir miðast við að laun hækki 1. júní og þeir sem eru á fyrirfram greiddum launum eiga því að fá launahækkun um næstu mánaðamót verði samningarnir samþykktir. Um mánaðamótin á einnig að greiða út 50 þúsund króna eingreiðslu til allra. Einnig á að greiða út orlofsuppbót sem hækkar verði samningarnir samþykktir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert